Spóla frá Syðri Gegnishólum er ein af þeim hryssum sem hlaut heiðursverðlaun nú í ár. Spólu eigum við til helminga með góðum vinum okkar og ræktendum hennar, Rósu Kristínu og Ólafi Jósefssyni.
Spóla er búin að gefa okkur ótal gæðinga og eru afkvæmi hennar fljóttamin, hafa flest skilað sér í dóm 4 vetra gömul með frábært tölt og mikinn fótaburð. Einstaklega vel gerð hross með fallega yfirlínu og frampart. Ekki spillir að fá svo leirljósar hryssur og moldótta stóðhesta undan svona gæðingamóðir , búin að vera gjöful á eftirtektarverða gæðinga. Spóla var sýnd árið 2007 af Erlingi Erlingssyni. Við erum ákaflega stolt af þessari mögnuðu gæðingamóðir en fátt er eins mikilvægt í hrossarækt og eiga frábæra kynbótahryssu þó það sé oft vanmetið.
Innilega til hamingju elsku Óli og Rósa, Ásta Björns tamningkona og þjálfari sem hefur tamið og þjálfað flest afkvæmin og Árni Björn sem sýnt hefur flest þeirra með glæsibrag.
M; Drottning Sæfelli
F; Sjóli Dalbæ