Hafðu samband
Sími/phone 664-8000/ Haukur,
664-8001/ Ragga.
Email; austuras@austuras.is

Um okkur

Austurás er hesthús og reiðskemma sem stendur rétt við Selfoss, nánar tiltekið við hliðina á Austurkoti og Votmúla. Eigendur Austuráss eru Haukur Baldvinsson og Ragnhildur Loftsdóttir, eða Haukur og Ragga.

Þau eru bæði búin að vera í hestamennsku síðan þau voru börn og er þetta þeirra aðaláhugamál. Hesthúsið var byrjað að reisa árið 2007 og var flutt inn um áramót sama ár. Haukur og Ragga eru búin að stunda hrossarækt í nokkur ár og er afraksturinn aðeins að byrja að skila sér en hrossin eru kennd við Austurás. Þau eiga tvo syni þá Dag Orra fæddan 25.ágúst 2005 og Loft Breka fæddan 4.apríl 2009.

Hesthúsið er 1300 fm límtréshús frá Flúðum og er 700 fm reiðskemma og rúmar hesthúsið 23 safnstíur sem eru 9 fm að stærð hver þ.a eru 6 stóðhestabox. Í hesthúsinu er einnig vatnshlaupabretti fyrir hross sem hefur nýst frábærlega við þjálfun hrossa í húsinu. Síðan hesthúsið var tekið í notkun hefur verið þjálfari og tamningamaður í starfi þar.