Hafðu samband
Sími/phone 664-8000/ Haukur,
664-8001/ Ragga.
Email; austuras@austuras.is

Fréttir

Haustið og tamningar…the youngsters coming inside..

Nú er sumarið senn á enda og haustið tekur við með nýjum verkefnum.  Nú þegar eru farin að týnast inn frumtamningartryppi en Helga Una og Árni ætla að frumtemja í haust einhvern slatta af hrossum héðan og þaðan.  Frá okkur koma m.a tryppi undan Álf frá Selfossi, Hnokka frá Fellskoti, Möller Blesastöðum, Kappa og Kaspari Kommu og Ás frá Ármóti. ...

Snillingurinn Falur frá Þingeyrum og Haukur Íslandsmeistarar í gæðingaskeiði…

Aðeins búin að vera ritstífla á bænum þó um nóg hafi verið hægt að skrifa um..frekar tímaleysi í þetta skiptið.  En Haukur og Falur gerðu góða ferð í Borganes á Íslandmót um daginn þar sem þeir endurheimtu Íslandsmeistaratitilinn í gæðingaskeiði.  Rok og rigning var akkúrat þegar gæðingaskeiðið var en þeir félagar fengu samt sem áður frábærar einkunnir og m.a 9.5 ...

Vakning frá Hófgerði til Berlín á HM

Vakning frá Hófgerði er hryssa sem við áttum helming í á móti Gumma Árna og Jens Magnúsi frá Selfossi.  Vakning er 5 vetra undan hinni frábæru gæðingamóðir Væntingu frá Voðmúlastöðum en hún er 1.verðlauna Viðarsdóttir frá Viðvík og hefur gefið 4 1.verðlaunahross.  Faðir Vakningar er Gári frá Auðsholtshjáleigu og hlaut Vakning 8.33 í kynbótadóm í vor.  Með það fékk hún ...

Hryssu sumar..The summer..

  [caption id="attachment_1660" align="alignnone" width="300"] Lokadóttir og Prinsessu Litla Dunhag[/caption] Nú er sumarið langt komið..allavega veðurfarslega, búið að rigna mikið og blása en hlýtur nú að fara að lagast(; En öll folöld eru nú komin í heiminn í Austurási og eru hryssur í miklum meirihluta..Við fengum folöld undan Álf frá Selfossi, Mætti Leirubakka, ...

Folöldin farin að týnast í heiminn..The first foal coming..

Fyrsta folald ársins var aðeins að drífa sig í heiminn...en það var hún Saga frá Austurási sem kom í heiminn 19.apríl, aðeins óvænt.  Við áttum ekki von á henni fyrr en aðeins væri liðið inn í maí en hún er spræk og öflug hryssa.  Saga er undan Yrpu frá Kílhrauni sem er Illingsdóttir með 8.14 í aðaleinkunn, faðirinn er Álfur ...

Tildra frá Skógskoti IS2009238253

Tildra frá Skógskoti er í okkar eigu, eignuðumst hana folald en hún er frá vini okkar og fyrrverandi þjálfara  í Austurási, Ólafi Andra Guðmundssyni.  Tildra er undan Kolfinnssyninum Natan frá Ketilsstöðum og Kolgrímsdótturinni Höllu frá Hamarsendum.  Það er því mikið af Kjarnholtablóði í Tildru.  Ég verð nú að játa það að hún hefur aldrei heillað mikið út í haga þessi ...

Alfreð frá Valhöll IS2009125713

Mörg efnileg og góð tryppi hafa verið í hesthúsinu í vetur og sum farin heim og önnur komin í staðinn, línur að byrja að skýrast með hvað verður kannski sýningarhæft í vor og hvað fær að bíða fram að næsta vori.  Helga og Árni eru búin að vera með mikið af ungum tryppum í vetur, nokkuð mörg á fjórða vetur ...

Helga Una og Bikar frá Syðri Reykjum

Alltof langt síðan síðustu skrif ..en búið að vera mikið að gera og í stuttu máli, mikið riðið út og frábært veður.  Helga Una er með gæðinginn sinn hann Bikar frá Syðri Reykjum í Austurási og skelltu þau sér í 4ganginn í Uppsveitadeildinni á Flúðum um daginn og stóðu sig frábærlega, ótrúlegur hestur sem hann Bikar er, magnaðar gagntegundir, geðslag ...

Aría frá Austurási sigrar folaldasýningu.

[caption id="attachment_1617" align="alignnone" width="300"] Akkur frá Austurási[/caption]   Hrossaræktarfélag Villingaholtshrepps hélt árlega folaldasýningu sína að þessu sinni hjá okkur í Austurási í gær, 16.febrúar.  Þátttaka var frábær eða 35 folöld sem mættu til leiks.  Margir fallegir og vel gengir gripir sáust þarna og þeim fylgdi góður hópur af fólki, þannig að það var ...

Lukkudís fylfull við Álf

Lukkudís frá Austurási klárhryssan okkar undan Leikni og Hörpu er fylfull við Álf frá Selfossi.  Meiningin var ekki endilega sú að halda henni strax þvi gaman hefði verið að sjá hana spreyta sig á keppnisvellinum í tölti og 4gang.  Hún fékk flottar tölur strax 5 vetra og hækkaði þær 6 vetra þegar hún endaði með 9 fyrir brokk, vilja og ...