Hafðu samband
Sími/phone 664-8000/ Haukur,
664-8001/ Ragga.
Email; austuras@austuras.is

Haukur og Falur Íslandsmeistarar í gæðingaskeiði, Suðurlandsmeistarar …

Haukur og Falur  frá Þingeyrum stóðu sig frábærlega á liðnu keppnistímabili, þeir urðu m.a Íslandsmeistarar í gæðingaskeiði í 3 skipti og hlutu á Íslandsmóti "Fjöðrina" sem veitt er af Félagi Tamningamanna fyrir fallega sýningu og góða reiðmennsku, gaman að því. Þeir félagar urðu einnig Suðurlandsmeistarar í gæðingaskeiði með frábæra og verðskuldaða einkunn, 8.46. Nú tróna þeir efstir á Heimslistanum( World Ranking) í ...

Konsert frá Hofi í sæðingum í Austurási

Heimsmethafinn Konsert frá Hofi var í sæðingum í Austurási eftir Landsmót í sumar.  Stóðu sæðingar yfir í 18 daga og skemmst er frá því að segja að færri komust að en vildu í þennan gæðing.  Mjög vel gekk að sæða við Konsert en hann er mjög frjósamur og endaði fyljunarhlutfall í um 80% fengna hryssna sem telst mjög gott með ...

Prinsessa í 1.verðlaun

Helga Una sýndi 5 vetra Álfsdóttirna Prinsessu frá Austurási í vor fyrir okkur.  Gekk það flott upp og endaði hún í 8.02.  Prinsessa hlaut m.a 9 fyrir höfuð og 8.13 í byggingu.  Hún á klárlega mikið inni á öllum gangtegundum og hefur magnast mikið síðustu vikur, sýnir orðið takta pabba síns, mikill fótaburður og fas og alveg snilldarefni í góðan ...

Askur frá Syðri Reykjum í flottan dóm

Stóðhesturinn okkar hann Askur frá Syðri Reykjum fór í frábæran dóm í vor, 8,41, 8,13 bygging og 8,59 hæfileika, þ.a 9 fyrir skeið, vilja og geðslag..frábær hestur.  Ræktandinn Helga Una Björnsdóttir sýndi Ask fyrir okkur.  Askur vann sér þar með rétt til að fara í 6 vetra flokk stóðhesta á LM á Hellu en varð fyrir smávægilegu óhappi á ögurstundu ...

Fyrstu folöld í Austurási..the first foal 2014..

Uppáhalds árstími okkar er komin, nú er tími folaldanna, kynbótasýningar og allt að byrja að springa út.  Við elskum þennan árstíma.  Fyrstu folöld litu dagsins ljós aðfaranótt 3.maí s.l. Þá köstuðu nánast á sama tíma Yrpa frá Kílhrauni og Ópera frá Nýjabæ.  Yrpa er dóttir Illings og er með 8,14 í ae., flugvökur alhliðahryssa sem vinir okkar í Noregi eiga ...

Ungar og efnilegar hryssur ..Young and promising mares in training..

Í hesthúsinu þessa dagana er slatti mikið af ungum og efnilegum hryssum sem spennandi verður að fylgjast með í vor og næsta vor.  Þetta eru t.d dætur Álfs frá Selfossi, 4 dætur hans sem eru mjög skemmtilegar og spennandi, dóttir Loka frá Selfossi, stórglæsileg klárhryssa.  Hryssa á 4.vetur undan Fróða frá Staðartungu, Roðadóttir frá Múla, Huginsdóttir frá Haga og Hnokkadóttir ...

Folaldahótelið á Hrafnkelsstöðum..

Við tókum frekar snemma undan merunum þennan veturinn og vorum ansi fegin því vegna þess að eftir að við tókum þau undan var nánast linnulaus hálkutíð í langan tíma fyrir og um jól.  Folöldin fóru eins og venjulega til Haraldar og Jóhönnu á Hrafnkelsstöðum en þar er alveg frábær aðstaða og umhirða eins og best verður.  Nú er búið að ...

Tamningum lokið og þrif taka við..Cleaning the stable..

Nú er tamningum lokið í bili í Austurási, mikill fjöldi skemmtilegra tryppa hafa runnið í gegnum hendur Helgu Unu og Tinnu í haust.  Má þar nefna Álfsafkvæmi, Hákons-, Óms frá Kvistum, Hnokka Fellskoti ofl. ofl…Við tókum líka inn í tvær vikur tvo tveggja vetra fola frá okkur, Hött frá Austurási undan Álf og Fjöður frá Sperðli og Hnokka frá Hófgerði ...

Tamningar haust 2013

Mikið er búið að temja í Austurási í haust.  Helga hefur haft Tinnu Tryggvadóttir með sér í haust og hefur vægast sagt gengið frábærlega hjá þessum mögnuðu stelpum.  Það er búið að fara í gegnum nokkur tryppi frá okkur í þessum hóp en þar voru Hnokkadóttir undan Ör frá Strönd sem kom vel út sem og systir hennar undan Óperu ...

Kolfinna og Pæja seldar…Kolfinna and Pæja sold.

Nú er haustið dottið inn í öllu sínu veldi, brjálað rok og rigningar til skiptis.  Ekki mjög upplífgandi en þó erum við ægilega bjartsýn og hress þó ekki væri nema fyrir það að vera svo heppin að fá að upplifa óveðrið.  Því það er svo sannarlega ekki sjálfgefið.  Haustinu fylgir alltaf einhver hrossasala og um daginn yfirgáfu okkur þær Kolfinna ...