Hafðu samband
Sími/phone 664-8000/ Haukur,
664-8001/ Ragga.
Email; austuras@austuras.is

Aría frá Austurási sigrar folaldasýningu.

[caption id="attachment_1617" align="alignnone" width="300"] Akkur frá Austurási[/caption]   Hrossaræktarfélag Villingaholtshrepps hélt árlega folaldasýningu sína að þessu sinni hjá okkur í Austurási í gær, 16.febrúar.  Þátttaka var frábær eða 35 folöld sem mættu til leiks.  Margir fallegir og vel gengir gripir sáust þarna og þeim fylgdi góður hópur af fólki, þannig að það var ...

Lukkudís fylfull við Álf

Lukkudís frá Austurási klárhryssan okkar undan Leikni og Hörpu er fylfull við Álf frá Selfossi.  Meiningin var ekki endilega sú að halda henni strax þvi gaman hefði verið að sjá hana spreyta sig á keppnisvellinum í tölti og 4gang.  Hún fékk flottar tölur strax 5 vetra og hækkaði þær 6 vetra þegar hún endaði með 9 fyrir brokk, vilja og ...

Rekstur og útreiðar..

Veðrið undanfarið er búið að vera ótrúlega ljúft miðað við árstima, hiti, aðeins rigning(; og nánast búið að vera snjólaust hjá okkur.  Hvað viljum við hafa það betra í janúar(; og svo er auðvitað góða skapið sem ræður rikjum hjá okkur í Austurási.  Helga og Árni þjálfa og temja eins og enginn sé morgundagurinn og hrossin þróast vel, gaman að ...

Gleðilegt ár…Happy new year

Nú er komið nýtt ár og ekkert Landsmót framundan(; en í staðinn er Heimsmeistaramót í Berlín sem stefnan er að fara á og njóta þess að horfa á flotta hesta og njóta góðra samvista með góðum vinum.    [caption id="attachment_1580" align="alignnone" width="300"] Álfur kveður með Loft Breka og Dag Orra á baki.[/caption] Síðasta ár ...

Folöldin að Hrafnkelsstöðum..The foals goes to Hrafnkelsstaðir..

Við tókum folöldin frekar snemma undan í ár, einhver þurftu að komst inn þannig að það var einfaldast að taka öll í einni ferð enda líður þeim sérstaklega vel á Hrafnkelsstöðum en það má segja að það sé lúxus folaldahótel.  Toppfóðrun og atlæti.  Það verður gaman að fara og kíkja á þau í janúar febrúar.  Folöldin eru misfljót að aðlagast ...

Hinn magnaði Máttur frá Leirubakka í heimsókn..The fantastic Máttur from Leirubakki in Austuras

Við fáum stundum hesta í heimsókn til okkar sem dvelja í einhvern tíma í þeim tilgangi að fara á vatnsbrettið hjá okkur.  Einn af þeim "bestu" er hjá okkur þessa dagana en það er gæðingurinn Máttur frá Leirubakka.  Mátt þarf vart að kynna fyrir hestaáhugafólki en hann hefur hlotið frábæran kynbótadóm, 8.81 fyrir hæfileika og 8.49 í aðaleinkunn og er einn ...

Fellskotsheimsókn…Visit the breedingfarm Fellskot today..

Ég skrapp í heimsókn til vina okkar í Fellskoti í dag.  Við erum með nokkra veturgamla fola þar í fóðrun og eru þeir vægast sagt í toppstandi(; enda vel um þá hugsað á allan hátt af Líney, Maríu og þeirra fólki.  Folarnir fengu ormalyf og voru færðir í annað hólf þar sem byrjað er að gefa þeim.  Mér fannst frábært ...

Skemmtilegt fólk í heimsókn í Austurás..Great people visit us today…

Við fengum skemmtilegan hóp í heimsókn í Austurás í dag.  Fremstur í flokki var Arnar Kjærnested sem kom með félaga sína úr Opnum Kerfum ásamt mökum en innan þess vinnustaðar er starfræktur hestaklúbbur og voru þau í "vísindaferð" í dag.  Við áttum skemmtilegt spjall og Helga setti hest á brettið fyrir þau og farið var yfir hvað væri af hrossum ...

Tamningar ganga vel …The youngsters and training..

Tamningar ganga vel í Austurási og fyrsti snjórinn kominn..við mismikla hamingju en ekki er því að neita að það birti skemmtilega og frábært færi til útreiða sem skapaðist í dag.  Það var frekar gaman að leggja á góðan hest í færinu og ég er svo heppin að hafa einn góðan og efnilegan Kráksson þessa dagana til að leggja á.  Nú ...

Helga Una og Árni í Austurás..

Helga Una Björnsdóttir hefur ásamt unnusta sínum Árna Páls aðsetur í Austurási í vetur. Helgu Unu þarf vart að kynna fyrir hestaáhugafólki en hún hefur verið á keppnis og kynbótabrautinni í mörg ár með frábærum árangri þrátt fyrir ungan aldur. Helga sýndi m.a hryssuna Smá frá Þúfu á Heimsmeistarmótinu í Austurríki 2011 þar sem þær stöllur sýndu með stæl það sem í ...