Hafðu samband
Sími/phone 664-8000/ Haukur,
664-8001/ Ragga.
Email; austuras@austuras.is

Aðrir hestar

IS1995156321 Falur frá Þingeyrum

Falur frá Þingeyrum er búinn að vera aðalkeppnishestur Hauks í þó nokkuð mörg ár..með frábærum árangri.  Fal eignuðumst við snemma vors árið 2005 þegar við fórum í ökuferð að Króki til Hallgríms hestasala Birkissonar til að skoða Baldursson sem var að lenda hjá honum..en Baldursdellan var að byrja hjá Hauk einmitt á þessum tíma..og hefur ekki minnkað(„, en þegar við komum að Króki renndi á sama tíma bíll í hlað með Fal á kerru, var þeim blesótta svipt af og hnakk skutlað á bak..Siggi Ragnars var þá eigandi af honum.  Skemmst er frá því að segja að það kviknaði strax neisti hjá þeim félögum Hauk og Fal og fór blesinn beint á kerruna hjá okkur og heim.  Frá þeim degi er Falur sannarlega búinn að vera einn af fjölskyldunni, dáður og dýrkaður kallinn af fleirum en Hauk.  Held að hann sé eins nálægt því að tala eins og hægt er með  skepnu..Falur og Haukur eru búnir að vinna ótal marga sigra í 5 gang og gæðingaskeiði, nánast alltaf skilað sér í úrslit, toppbaráttu og núna síðast toppuðu þeir það með Íslandsmeistaratitili í gæðingaskeiði..sem var ljúfur sigur og sannarlega vel að þeim komnir.  Svona hest er maður heppinn ef maður eignast einu sinni á ævinni („,

Hér eru nokkrar myndir af þeim félögum síðan í sumar en þær tók okkar yndislega vinkona, Maríanna Gunnarsd.

Is2006287571 Lukkudís frá Austurási

Lukkudís er klárhryssa sem er fædd okkur, undan Hörpu frá Efri Gegnishólum sem við áttum í mörg ár sem hefur gefið okkur frábær hross, mikinn fótaburð og geðslag.  Faðir Lukkudísar er Leiknir frá Vakurstöðum.  Lukkudís er mikið uppáhald en hún er frábær klárhryssa með 8,5 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið, fet og 9,0 fyrir stökk og vilja…8,20 fyrir byggingu, 8,5 fyrir höfuð, háls og herðar og samræmi..8,10 í aðaleinkunn aðeins 5 vetra klárhryssa.  Lukkudís var á Landsmótinu í sumar á Vindheimamelum í 5 vetra flokk og stóð sig frábærlega undir stjórn Þórðar Þorgeirssonar.  Nú er Lukkudís geld og ætlum við að leika okkur á henni í keppni og aldrei að vita nema að henni verði rennt í dóm aftur á komandi vori þó reyndar sé hún komin í frábærar tölur, tíminn leiðir það í ljós.  Hún er gríðarmikið efni í alvöru 4gangara og verður spennandi að taka hana inn í vetur.