Hafðu samband
Sími/phone 664-8000/ Haukur,
664-8001/ Ragga.
Email; austuras@austuras.is

Konsert frá Hofi í sæðingum í Austurási

Heimsmethafinn Konsert frá Hofi var í sæðingum í Austurási eftir Landsmót í sumar.  Stóðu sæðingar yfir í 18 daga og skemmst er frá því að segja að færri komust að en vildu í þennan gæðing.  Mjög vel gekk að sæða við Konsert en hann er mjög frjósamur og endaði fyljunarhlutfall í um 80% fengna hryssna sem telst mjög gott með tilliti til þess að engin hryssa kom tvisvar sökum skamms tíma sem hesturinn var.  Eftir sæðingar fór svo Konsert vestur í Dali að sinna hryssum.  Nú er hann kominn í Austurás í fóðrun og hefur það náðugt.