Hafðu samband
Sími/phone 664-8000/ Haukur,
664-8001/ Ragga.
Email; austuras@austuras.is

Tamningar haust 2013

Mikið er búið að temja í Austurási í haust.  Helga hefur haft Tinnu Tryggvadóttir með sér í haust og hefur vægast sagt gengið frábærlega hjá þessum mögnuðu stelpum.  Það er búið að fara í gegnum nokkur tryppi frá okkur í þessum hóp en þar voru Hnokkadóttir undan Ör frá Strönd sem kom vel út sem og systir hennar undan Óperu frá Nýjabæ.  Álfsdóttir undan Spólu frá Syðri Gegnishólum(1.v Sjóladóttir) sem kom vel út, allur gangur opinn, Möllersdóttir undan Stolt frá Selfossi( 1.v Brekadóttir) bráðflink, hágeng en ekki mjög falleg.(; Nokkrir geldingar voru líka í hópnum og komu þeir vel út, Ássonur , stór og mikill, Eldur frá Austurási, sonur Kaspars frá Kommu, bráðefnilegur og gullfallegur foli sem verður spennandi að sjá hvernig þróast næsta sumar.  Þristssonur undan Hrynjandadótturinni Iðu frá Strönd, gullfallegur, brúnskjóttur, opið fyrir gang og flottar hreyfingar og fótaburður….framtíðarhestur.  Erpur frá Austurási, sonur Kappa frá Kommu og Eldingu frá Strönd(1.v Töfradóttir) mjög myndarlegur og efnilegur foli með frábært geðslag.  Þannig að það verður af einhverju að taka næsta sumar þegar þessir flottu folar verða teknir aftur heim.  Eitthvað af hryssunum verða inni í vetur og styttist nú óðum í að vetrarþjálfun hefjist.  

Nú eru síðustu frumtamningarhrossin að klára veruna í Austurási og óðum styttist í að húsið verði tæmt, mokað út og þrifið hátt og lágt.  Eftir það verða svo hrossin sem verða inni í vetur tekin inn.  

Eik frá Austurási..f.Möller Blesast. M. Stolt Selfossi

 

Eldur frá Austurási..f.Kaspar frá Kommu, M; Lyfting frá Litlu Sandvík