Hafðu samband
Sími/phone 664-8000/ Haukur,
664-8001/ Ragga.
Email; austuras@austuras.is

Snillingurinn Falur frá Þingeyrum og Haukur Íslandsmeistarar í gæðingaskeiði…

Aðeins búin að vera ritstífla á bænum þó um nóg hafi verið hægt að skrifa um..frekar tímaleysi í þetta skiptið.  En Haukur og Falur gerðu góða ferð í Borganes á Íslandmót um daginn þar sem þeir endurheimtu Íslandsmeistaratitilinn í gæðingaskeiði.  Rok og rigning var akkúrat þegar gæðingaskeiðið var en þeir félagar fengu samt sem áður frábærar einkunnir og m.a 9.5 fyrir niðurtöku..og áttu þeir hverja kommu skilið , frábær útfærsla hjá þeim félögum.  Þeir voru einnig í A úrslitum í 5gang en þar riðu þeir eitt flottasta prógramm sem sást í 5gang þann daginn.  Falur er sannarlega frábær hestur og mikils metinn í Austurási og einstaklega gaman að sjá þá félaga saman á vellinum.